Samfélagsmiðlar

Lestarferðalag aftur í tímann

El Expreso de la Robla er ný lest í gömlum búningi sem keyrir á sögufrægu spori milli Bilbao og Leon í norðurhluta Spánar.

Lestir eru framandi ferðamáti fyrir okkur flest hér á landi. Og sennilega eru þeir ekki ýkja margir Íslendingarnir sem lagst hafa í löng lestarferðalög.  Á Spáni njóta þess háttar reisur vinsælda og El Expreso de la Robla er góður kostur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt án þess þó að kosta of miklu til. Túristi gerði sér far með lestinni nýverið.

Fyrir unnendur Spánar

Þeir sem fá far með El Expreso de la Robla hafa um leið skráð sig í fjögurra daga skoðunarferð um héruð sem áður voru ein helstu námuvinnslusvæði Spánar. Ferðalagið byrjar og endar í Bilbao en þaðan er keyrt í vestur til borgarinnar Leon og svo tilbaka. Á leiðinni er stoppað á litlum lestarstöðvum þaðan sem farið er í stutta túra út í sveitirnar. Farþegarnir snúa svo tilbaka til lestarinnar margs fróðari um námuvinnslu, uppstoppuð dýr, Rolls Royce bíla, dropahella og gerð baskahúfa. Fjölbreytnin er því töluverð en rauði þráðurinn enginn. Óhætt er að segja að þetta sé ferðalag fyrir þá sem hafa margsinnis ferðast um Spán en eiga eftir að kynna sér þennan hluta landsins eða vilja krydda ferðalagið til Bilbao.

TENGT EFNI: Smáréttasvall að hætti Baska

Þægilega gamaldags

Farþegavagnar El Expreso de la Robla eru innréttaðir í anda millistríðsáranna og um borð er reynt að endurvekja þá stemmningu sem ríkti í fínni farþegalestum á blómatíma þeirra á fyrri hluta síðustu aldar. Fínt klæddir þjónar bera fram drykki á silfurbökkum til farþegana sem sitja við dúkalögð borð eða  í leðursófum og njóta útsýnisins út um gluggann. Daðrið við fortíðina nær þó ekki mikið lengra því í svefnvögnunum eru allir klefarnir útbúnir ágætustu baðherbergjum og skoðunarferðirnar eru farnar í nýmóðins rútum. Og að sjálfsögðu er hægt að komast á internetið hvenær sem er.  

Ekkert léttmeti

Spánverjar eru mikil matarþjóð og farþegar El Expreso de la Robla fá góða sýn á matarkúltúr svæðisins. Máltíðirnar samanstanda nefnilega eingöngu af réttum sem eiga sér ríka hefð í norðrinu. Þar hefur fólk lengi vanist því að vinna við erfið skilyrði og kulda og því eru réttirnir ekkert megrunarfæði heldur kraftmiklir pottréttir og spikaðar súpur. Það snýr því enginn svangur úr ferðinni, svo mikið er

Ferðalag með El Expreso de la Robla kostar frá 595 evrum sem samsvarar um nítíu og fimm þúsund íslenskum krónum. Innifalið eru þrjár máltíðir á dag, skoðunarferðir og að sjálfsögðu gistingin um borð í lestinni. Á heimasíðu lestarfyrirtækisins FEVE má fá nánari upplýsingar um ferðina.

NÝJAR GREINAR: Aukin ferðagleði í kjölfar taps á HM


Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …