Samfélagsmiðlar

Lestarferðalag aftur í tímann

El Expreso de la Robla er ný lest í gömlum búningi sem keyrir á sögufrægu spori milli Bilbao og Leon í norðurhluta Spánar.

Lestir eru framandi ferðamáti fyrir okkur flest hér á landi. Og sennilega eru þeir ekki ýkja margir Íslendingarnir sem lagst hafa í löng lestarferðalög.  Á Spáni njóta þess háttar reisur vinsælda og El Expreso de la Robla er góður kostur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt án þess þó að kosta of miklu til. Túristi gerði sér far með lestinni nýverið.

Fyrir unnendur Spánar

Þeir sem fá far með El Expreso de la Robla hafa um leið skráð sig í fjögurra daga skoðunarferð um héruð sem áður voru ein helstu námuvinnslusvæði Spánar. Ferðalagið byrjar og endar í Bilbao en þaðan er keyrt í vestur til borgarinnar Leon og svo tilbaka. Á leiðinni er stoppað á litlum lestarstöðvum þaðan sem farið er í stutta túra út í sveitirnar. Farþegarnir snúa svo tilbaka til lestarinnar margs fróðari um námuvinnslu, uppstoppuð dýr, Rolls Royce bíla, dropahella og gerð baskahúfa. Fjölbreytnin er því töluverð en rauði þráðurinn enginn. Óhætt er að segja að þetta sé ferðalag fyrir þá sem hafa margsinnis ferðast um Spán en eiga eftir að kynna sér þennan hluta landsins eða vilja krydda ferðalagið til Bilbao.

TENGT EFNI: Smáréttasvall að hætti Baska

Þægilega gamaldags

Farþegavagnar El Expreso de la Robla eru innréttaðir í anda millistríðsáranna og um borð er reynt að endurvekja þá stemmningu sem ríkti í fínni farþegalestum á blómatíma þeirra á fyrri hluta síðustu aldar. Fínt klæddir þjónar bera fram drykki á silfurbökkum til farþegana sem sitja við dúkalögð borð eða  í leðursófum og njóta útsýnisins út um gluggann. Daðrið við fortíðina nær þó ekki mikið lengra því í svefnvögnunum eru allir klefarnir útbúnir ágætustu baðherbergjum og skoðunarferðirnar eru farnar í nýmóðins rútum. Og að sjálfsögðu er hægt að komast á internetið hvenær sem er.  

Ekkert léttmeti

Spánverjar eru mikil matarþjóð og farþegar El Expreso de la Robla fá góða sýn á matarkúltúr svæðisins. Máltíðirnar samanstanda nefnilega eingöngu af réttum sem eiga sér ríka hefð í norðrinu. Þar hefur fólk lengi vanist því að vinna við erfið skilyrði og kulda og því eru réttirnir ekkert megrunarfæði heldur kraftmiklir pottréttir og spikaðar súpur. Það snýr því enginn svangur úr ferðinni, svo mikið er

Ferðalag með El Expreso de la Robla kostar frá 595 evrum sem samsvarar um nítíu og fimm þúsund íslenskum krónum. Innifalið eru þrjár máltíðir á dag, skoðunarferðir og að sjálfsögðu gistingin um borð í lestinni. Á heimasíðu lestarfyrirtækisins FEVE má fá nánari upplýsingar um ferðina.

NÝJAR GREINAR: Aukin ferðagleði í kjölfar taps á HM


Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …