Margir gleyma að endurnýja vegabréfið

Þó flugmiðarnir séu fyrir löngu í höfn og hótelgistingin líka þá vill það oft gleymast að kanna hvort vegabréfið er ennþá í gildi.

Skyndiútgáfa vegabréfa er algeng hér á landi. Í júní síðastliðnum var sjöundi hver nýr passi afgreiddur með forgangi, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Þess háttar afgreiðsla kostar næstum því helmingi meira en hefðbundin, eða 15.200 krónur í stað 7.700. Skyndiútgáfa fyrir börn og aldraða kostar 5.650. Það getur því reynst dýrkeypt að láta vegabréfið sitja á hakanum í ferðaundirbúningnum.

Á sumrin er meiri erill hjá sýslumannsembættunum við að útbúa ný vegabréf og þá má reikna með að afgreiðslutíminn sé allt að tvær vikur. Ferlið tekur hins vegar skemmri tíma á veturna.

NÝJAR GREINAR: Hótel frá náttúrunnar hendi
TILBOÐ: 10% afsláttur á hótelíbúðum í Berlín

Mynd: Þjóðskrá