Samfélagsmiðlar

Menn drekka og konur stunda kynlíf í fríinu

Ólíkt hafast kynin að í fríinu. Ný könnun sýnir að drykkja karlmanna eykst þegar þeir ferðast á meðan konur hafa samfarir oftar en venjulega.

Á meðan að meirihluti karla situr á hótelbarnum eru fleiri konur en ella uppi á herbergi að njóta ásta. Þetta eru niðurstöður könnunar meðal viðskiptavina dönsku ferðaskrifstofunnar Star tour. Þar kemur fram að rúmlega annar hver karlmaður drekkur meira áfengi í fríinu en heima hjá sér. Það sama gildir um fjörtíu prósent kvenna. Hins vegar segir tíunda hver kona að kynlífið sé mun blómlegra í utanlandsferðum en heimafyrir. Undir það taka aðeins þrír af hverjum hundrað körlum.

Rómó að deila flösku

Danskir karlar og konur hafa líka mismunandi hugmyndir um hvað sé rómantískt og það skýrir kannski að hluta til afhverju ástarlíf sumra karla tekur ekki kipp í fríinu. Tæplega sjötíu prósent þeirra þykir nefnilega fátt rómantískara en að deila flösku með frúnni og horfa á sólina setjast. Þriðju hverri konu finnst hins vegar huggulegast af öllu að ganga hönd í hönd með sínum heittelskaða á ströndinni.

Fitna í fríinu

Þessi mikla drykkja karlpeningsins hefur þær afleiðingar að þeir bæta á sig tveimur til fimm kílóum í fríinu. Enda kjósa flestir að svala þorstanum með bjór á meðan konurnar panta sér hvítvín og þyngjast að meðaltali um tvö kíló. Haft er eftir markaðsstjóra Star tour í Jótlandspóstinum að karlar leyfi sér óhollari lífsstíl í utanlandsreisum en konur. Þeir borði meira af feitum mat á meðan konurnar passi sig og borða til dæmis ávexti í stað snakks.

NÝJAR GREINAR: Góðar nektarstrendur við MiðjarðarhafÍ hvaða borg er best að búa?

TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn í júlí.


Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …