Sólríkasti smábærinn í Noregi

Kragerø er fallegur fiskimannabær skammt frá Osló. Þar skín sólin meira en annars staðar í landinu og höfuðborgarbúar leita í sólarsæluna um helgar.

Áður fyrr vour það listamenn eins og Edward Munch sem héldu til í hinu sjarmerandi sjávarplássi Kragerø. Nú er það hins vegar sterkefnað bissnessfólk sem kaupir upp fyrrum híbýli bóhemana við ströndina. Það er þó nóg pláss fyrir alla og tilvalið að gera sér ferð til bæjarins þegar norska sumarsólin er í essinu sínu. Við höfnina er fínt úrval af veitingastöðum og í þröngum götum bæjarins eru skemmtilegar verslanir.

Norðmenn eru mikið útivistarfólk og þeir sem hafa enga eirð í sér til að sleikja sólina geta farið í göngu eða leigt sér bát og siglt út á skerjagarðinn. Þar er að finna yfir fimm hundruð sker og eyjar.

Frá Kragerø er svo hægt að taka ferju til Jómfrúreyju þar sem ágætis strendur er að finna. 

Það tekur um tvo og hálfan tíma að keyra frá Osló til Kragerø og á heimasíðu ferðamálaráðs bæjarins er hægt að finna margar góðar upplýsingar.

NÝJAR GREINAR: Hótel frá náttúrunnar hendi
TILBOÐ:
10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Elin B (Creative Commons)