Samfélagsmiðlar

Verða sér til skammar á lúxushótelum

Sífellt fleiri Norðmenn hafa efni á að kaupa sér gistingu á bestu hótelum heims. Þessi hópur kann sig samt ekki innan um allt fína fólkið.

Norsurum er stundum legið á hálsi fyrir að vera sveitalegir. Það þarf því ekki að koma á óvart að framkoma hins ört stækkandi hóps nýríkra Norðmanna þyki ekki til fyrirmyndar meðal ríka og fína fólksins í útlöndum. Frændur okkar átta sig nefnilega ekki á því að það gilda ákveðnar reglur um hegðun og klæðnað á þessum dýrustu hótelum heims samkvæmt grein Bergens Tidende. Í blaðinu er haft eftir Simen A. Johannessen, markaðsstjóra ferðaskrifstofunnar HRG, að Norðmenn verði að gera sér grein fyrir því að það er ákveðið leikrit í gangi á lúxushótelunum og allir gestirnir verði að geta leikið heimsborgararulluna. Þannig tuðar maður ekki yfir verðinu á gistingunni eða matnum, gengur ekki um lobbíið í strandfötum og gleymir ekki að kasta kveðju á dyravörðinn.

Þjórfé þvælist fyrir

Johannessen tekur reyndar fram að fólk eigi ekki að vera hrætt við að kaupa sér dýra gistingu og það sé engin stórkostleg hneisa þó það kunni sig ekki nógu vel. Dvölin verður þó ánægjulegri ef fólk reynir að falla í kramið. Hann mælir því með að hinir nýríku landar sínir fylgist með því hvernig aðrir gestir haga sér og hverju þeir klæðast. Einnig er gott ráð að spjalla við starfsfólkið og þá sérstaklega móttökustjórana sem þekkja hinar óskrifuðu reglur út og inn og geta veitt góð ráð.

Þjórfé veldur mörgum norskum ferðalöngum oft hugarangri en markaðsstjórinn segir það óþarfa áhyggjur. Að hans mati er nóg að láta eina evru eða svo að hendi rakna ef fólk er með klink í vasanum. Annars eigi það bara að sleppa þjórfénu. Það sé hins vegar ágætis regla að lauma smá mynt á dyravörðinn í lok dvalar. Meira þarf það ekki að vera.

TENGDAR GREINAR: Hvar og hvenær á að gefa þjórféDýrustu hótelherbergi í heimi
NÝJAR GREINAR: Huggulega höfuðborgin
TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Fra Plaza Anthenee í París – Sjá grein: Þar sem rokkstjörnurnar gista í París

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …