Vilja skattleggja ferðamenn

Þeir sem sækja Barcelona heim í framtíðinni gætu þurft að greiða sérstakan skatt við komuna til borgarinnar.

Efnahagsástandið er ekki gott í Evrópu og niðurskurðarhnífurinn því víða á lofti. Í Barcelona er útlit fyrir að opinberir styrkir til markaðssetningar á borginni verði lækkaðir verulega á næstunni. Af þeim sökum hafa ferðamálayfirvöld borgarinnar lagt til að settur verði á sérstakur skattur á ferðamenn og tekjurnar nýttar til að standa straum af kostnaði við kynningi á borginni í útlöndum.

Samkvæmt frétt Expressen í Svíþjóð er gert ráð fyrir að skatturinn verði ein evra á hvern ferðamann, sem samsvarar  um hundrað og sextíu krónum, óháð dvalartíma. 

Höfuðstaður Katalóníu er vinsælasti ferðamannastaðurinn á Spáni en þangað koma árlega um sex og hálf milljón túrista. Borgin yrði fyrsti staðurinn á Spáni til að skattleggja ferðamenn með þessum hætti.

NÝJAR GREINAR: Lestarferðalag aftur í tímann
TENGDAR GREINAR: Vilja ekki hálfnakta ferðamennVegvísir fyrir BarcelonaNýir og ódýrir veitingastaðir í Barcelona
TILBOÐ FYRIR TÚRISTA: 15% afsláttur á gistingu í Barcelona

Mynd: Jose Téllez (Creative Commons)