Samfélagsmiðlar

Þrjú misdýr hótel í Stokkhólmi

Það kostar rúmar 500 sænskar að gista á einu þeirra, tæpar 1000 á öðru og aðeins meira á því þriðja. Hér eru þrír góðir kostir fyrir þá sem eru að leita að gistingu í Stokkhólmi.

2kronor

Gestirnir deila baðherbergjum og búa frekar þröngt en á móti kemur að verðið er lágt og staðsetningin er frábær. 2 kronor er nefnilega til húsa í gamla bænum, Gamla stan, einhverju fallegasta borgarhverfi sem um getur í norðurhluta Evrópu. Allt í kringum gistihúsið er að finna hluti sem gaman er að skoða og smakka. Og þar sem Gamla stan er hjarta borgarinnar er  stutt í allar áttir. Lestarstöðin Slussen er líka skammt frá 2kronor og þaðan er auðvelt að komast á aðallestarstöðina og út á Arlanda flugvöll. 

Herbergin á 2 kronor rúma einn til sex gesti. Þau minnstu kosta 545 sænskar krónur en tveggja manna herbergi eru á 595. Þeir sem ekki taka með sér sængurföt greiða 65 krónur aukalega fyrir þau. Í kjölfar mikilla vinsælda gistiheimilisins opnuðu eigendurnir nýlega aðra 2 kronor gistingu í Vasastan hverfinu.

2 kronor er við Skeppsbron 40 (sjá á korti).

Story Hotel

Ekkert má minna á hefðbundin hótel inn á þessum nýja gististað í Östermalm hverfinu. Frumlegheitin eru því alls ráðandi. Gott dæmi um það eru höfðagaflarnir. Þeir eru smíðaðir úr útidyrahurðunum sem áður lokuðu íbúðunum í þessari sömu byggingu, áður en henni var breytt í hótel. Bréfalúgur eru því við mörg rúmin.

Story Hotel er líka líflegur staður þar sem vel er hægt að gera við sig í mat og drykk. Reyndar eru fjörið stundum svo mikið að eyrnatappar eru staðalbúnaður í sumum herbergjum.

Herbergin í flokknum „Super Squeeze“ eru þau ódýrustu (990 krónur) en eins og heitið gefur til kynna þá eru þau frekar þröng. Story Hotel hentar þeim vel sem ætla að eiga fjöruga daga í Stokkhólmi

Story Hotel er við Riddargatan 6 (sjá á korti)

Hotel Skeppsholmen

Áður fyrr var þessi fallegi hólmi frátekinn fyrir sænska sjóherinn. Í dag eru sjóliðarnir að mestu horfnir og í þeirra stað rölta um göturnar fólk á leið til og frá nýlistasafninu, Moderna Museet. Skammt frá safninu er að finna þetta hótel sem kennt er við hólmann sjálfan. Hótelbyggingin er meira en þrjú hundruð ára gömul og höfðust kontóristar sænska sjóhersins þar við áður en smekklegir Svíar sáu tækifæri í að breyta henni í einskonar sveitahótel inn í miðri borg.

Ódýrustu herbergin á Hotel Skeppsholmen kosta 1150 sænskar krónur en þeir sem vilja búa aðeins betur þurfa að borga nokkur hundruð sænskar í viðbót.

Hotel Skeppsholmen, Gröna gången 1 (sjá á korti)

TENGDAR GREINAR: Úthugsuð LundúnarhótelÓdýr hótel í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Parísartíska á stórafslætti
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelgistingu í Kaupmannahöfn

Myndir: 2kronor, Story Hotel og Hotel Skeppsholmen

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …