Samfélagsmiðlar

Þrjú misdýr hótel í Stokkhólmi

Það kostar rúmar 500 sænskar að gista á einu þeirra, tæpar 1000 á öðru og aðeins meira á því þriðja. Hér eru þrír góðir kostir fyrir þá sem eru að leita að gistingu í Stokkhólmi.

2kronor

Gestirnir deila baðherbergjum og búa frekar þröngt en á móti kemur að verðið er lágt og staðsetningin er frábær. 2 kronor er nefnilega til húsa í gamla bænum, Gamla stan, einhverju fallegasta borgarhverfi sem um getur í norðurhluta Evrópu. Allt í kringum gistihúsið er að finna hluti sem gaman er að skoða og smakka. Og þar sem Gamla stan er hjarta borgarinnar er  stutt í allar áttir. Lestarstöðin Slussen er líka skammt frá 2kronor og þaðan er auðvelt að komast á aðallestarstöðina og út á Arlanda flugvöll. 

Herbergin á 2 kronor rúma einn til sex gesti. Þau minnstu kosta 545 sænskar krónur en tveggja manna herbergi eru á 595. Þeir sem ekki taka með sér sængurföt greiða 65 krónur aukalega fyrir þau. Í kjölfar mikilla vinsælda gistiheimilisins opnuðu eigendurnir nýlega aðra 2 kronor gistingu í Vasastan hverfinu.

2 kronor er við Skeppsbron 40 (sjá á korti).

Story Hotel

Ekkert má minna á hefðbundin hótel inn á þessum nýja gististað í Östermalm hverfinu. Frumlegheitin eru því alls ráðandi. Gott dæmi um það eru höfðagaflarnir. Þeir eru smíðaðir úr útidyrahurðunum sem áður lokuðu íbúðunum í þessari sömu byggingu, áður en henni var breytt í hótel. Bréfalúgur eru því við mörg rúmin.

Story Hotel er líka líflegur staður þar sem vel er hægt að gera við sig í mat og drykk. Reyndar eru fjörið stundum svo mikið að eyrnatappar eru staðalbúnaður í sumum herbergjum.

Herbergin í flokknum „Super Squeeze“ eru þau ódýrustu (990 krónur) en eins og heitið gefur til kynna þá eru þau frekar þröng. Story Hotel hentar þeim vel sem ætla að eiga fjöruga daga í Stokkhólmi

Story Hotel er við Riddargatan 6 (sjá á korti)

Hotel Skeppsholmen

Áður fyrr var þessi fallegi hólmi frátekinn fyrir sænska sjóherinn. Í dag eru sjóliðarnir að mestu horfnir og í þeirra stað rölta um göturnar fólk á leið til og frá nýlistasafninu, Moderna Museet. Skammt frá safninu er að finna þetta hótel sem kennt er við hólmann sjálfan. Hótelbyggingin er meira en þrjú hundruð ára gömul og höfðust kontóristar sænska sjóhersins þar við áður en smekklegir Svíar sáu tækifæri í að breyta henni í einskonar sveitahótel inn í miðri borg.

Ódýrustu herbergin á Hotel Skeppsholmen kosta 1150 sænskar krónur en þeir sem vilja búa aðeins betur þurfa að borga nokkur hundruð sænskar í viðbót.

Hotel Skeppsholmen, Gröna gången 1 (sjá á korti)

TENGDAR GREINAR: Úthugsuð LundúnarhótelÓdýr hótel í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Parísartíska á stórafslætti
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelgistingu í Kaupmannahöfn

Myndir: 2kronor, Story Hotel og Hotel Skeppsholmen

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …