Samfélagsmiðlar

Þrjú misdýr hótel í Stokkhólmi

Það kostar rúmar 500 sænskar að gista á einu þeirra, tæpar 1000 á öðru og aðeins meira á því þriðja. Hér eru þrír góðir kostir fyrir þá sem eru að leita að gistingu í Stokkhólmi.

2kronor

Gestirnir deila baðherbergjum og búa frekar þröngt en á móti kemur að verðið er lágt og staðsetningin er frábær. 2 kronor er nefnilega til húsa í gamla bænum, Gamla stan, einhverju fallegasta borgarhverfi sem um getur í norðurhluta Evrópu. Allt í kringum gistihúsið er að finna hluti sem gaman er að skoða og smakka. Og þar sem Gamla stan er hjarta borgarinnar er  stutt í allar áttir. Lestarstöðin Slussen er líka skammt frá 2kronor og þaðan er auðvelt að komast á aðallestarstöðina og út á Arlanda flugvöll. 

Herbergin á 2 kronor rúma einn til sex gesti. Þau minnstu kosta 545 sænskar krónur en tveggja manna herbergi eru á 595. Þeir sem ekki taka með sér sængurföt greiða 65 krónur aukalega fyrir þau. Í kjölfar mikilla vinsælda gistiheimilisins opnuðu eigendurnir nýlega aðra 2 kronor gistingu í Vasastan hverfinu.

2 kronor er við Skeppsbron 40 (sjá á korti).

Story Hotel

Ekkert má minna á hefðbundin hótel inn á þessum nýja gististað í Östermalm hverfinu. Frumlegheitin eru því alls ráðandi. Gott dæmi um það eru höfðagaflarnir. Þeir eru smíðaðir úr útidyrahurðunum sem áður lokuðu íbúðunum í þessari sömu byggingu, áður en henni var breytt í hótel. Bréfalúgur eru því við mörg rúmin.

Story Hotel er líka líflegur staður þar sem vel er hægt að gera við sig í mat og drykk. Reyndar eru fjörið stundum svo mikið að eyrnatappar eru staðalbúnaður í sumum herbergjum.

Herbergin í flokknum „Super Squeeze“ eru þau ódýrustu (990 krónur) en eins og heitið gefur til kynna þá eru þau frekar þröng. Story Hotel hentar þeim vel sem ætla að eiga fjöruga daga í Stokkhólmi

Story Hotel er við Riddargatan 6 (sjá á korti)

Hotel Skeppsholmen

Áður fyrr var þessi fallegi hólmi frátekinn fyrir sænska sjóherinn. Í dag eru sjóliðarnir að mestu horfnir og í þeirra stað rölta um göturnar fólk á leið til og frá nýlistasafninu, Moderna Museet. Skammt frá safninu er að finna þetta hótel sem kennt er við hólmann sjálfan. Hótelbyggingin er meira en þrjú hundruð ára gömul og höfðust kontóristar sænska sjóhersins þar við áður en smekklegir Svíar sáu tækifæri í að breyta henni í einskonar sveitahótel inn í miðri borg.

Ódýrustu herbergin á Hotel Skeppsholmen kosta 1150 sænskar krónur en þeir sem vilja búa aðeins betur þurfa að borga nokkur hundruð sænskar í viðbót.

Hotel Skeppsholmen, Gröna gången 1 (sjá á korti)

TENGDAR GREINAR: Úthugsuð LundúnarhótelÓdýr hótel í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Parísartíska á stórafslætti
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelgistingu í Kaupmannahöfn

Myndir: 2kronor, Story Hotel og Hotel Skeppsholmen

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …