Samfélagsmiðlar

Ódýr og grænblá hótel

Hin þýsku Motel One hótel standa tæplega undir nafni sem lággjaldahótel. Nema af því að þar er nokkuð ódýrt að gista.

Eggið hans Arne Jacobsen er mubla sem kostar skildinginn. Það skýtur því skökku við að sjá þessa dönsku stóla standa í anddyri hótels þar sem hægt er að fá herbergi á 49 evrur. Íburðurinn nær reyndar ekki út fyrir lobbíið því herbergin eru frekar lítil og innréttuð á látlausan hátt.

Staðsetning Motel One hótelanna er þó í flestum tilfellum góð, til dæmis á hótelinu við Alexanderplatz í Berlín þar sem útsendari Túrista gisti. Þaðan er til dæmis stutt í hjarta Mitte hverfisins, Karl Marx breiðgötuna og lestarstöðvar.

Verðlagið á Motel One er nokkuð misjafnt og eins og gefur að skilja eru dýrast að búa á best staðsettu hótelunum í vinsælustu borgunum þegar ferðamannastraumurinn er þar mestur. Þá kosta tveggja manna herbergi hátt í 130 evrur. Þrátt fyrir það stenst Motel One ágætlega allan verðsamanburð, sérstaklega þegar staðsetning og aðbúnaður eru tekin með í reikninginn. En öll þrjátíu hótel keðjunnar eru ný af nálinni og húsgögnin því ekki orðin slitin og sjúskuð. 

Það hafa sennilega fáir gestir Motel One skrifað um þau heim enda vart hægt að hugsa sér hlutlausari gistingu, ef frá er talinn þessi grænblái litur sem er á veggjunum, rúmteppunum og auðvitað egginu hans Arne.

Motel One hótelin er að finna í flestum þeim þýsku borgum sem flogið er til beint frá Íslandi; Frankfurt, Hamborg, Dusseldorf, Munchen, Stuttgart og Berlín.

Sjá heimasíðu Motel One.

TENGDAR GREINAR: Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verðiÞrjú misdýr hótel í Stokkhólmi
NÝJAR GREINAR: Stystu biðraðirnar eru í Svíþjóð
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn

Myndir: Motel One

 

  Bookmark and Share

 

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …