Samfélagsmiðlar

Ódýr og grænblá hótel

Hin þýsku Motel One hótel standa tæplega undir nafni sem lággjaldahótel. Nema af því að þar er nokkuð ódýrt að gista.

Eggið hans Arne Jacobsen er mubla sem kostar skildinginn. Það skýtur því skökku við að sjá þessa dönsku stóla standa í anddyri hótels þar sem hægt er að fá herbergi á 49 evrur. Íburðurinn nær reyndar ekki út fyrir lobbíið því herbergin eru frekar lítil og innréttuð á látlausan hátt.

Staðsetning Motel One hótelanna er þó í flestum tilfellum góð, til dæmis á hótelinu við Alexanderplatz í Berlín þar sem útsendari Túrista gisti. Þaðan er til dæmis stutt í hjarta Mitte hverfisins, Karl Marx breiðgötuna og lestarstöðvar.

Verðlagið á Motel One er nokkuð misjafnt og eins og gefur að skilja eru dýrast að búa á best staðsettu hótelunum í vinsælustu borgunum þegar ferðamannastraumurinn er þar mestur. Þá kosta tveggja manna herbergi hátt í 130 evrur. Þrátt fyrir það stenst Motel One ágætlega allan verðsamanburð, sérstaklega þegar staðsetning og aðbúnaður eru tekin með í reikninginn. En öll þrjátíu hótel keðjunnar eru ný af nálinni og húsgögnin því ekki orðin slitin og sjúskuð. 

Það hafa sennilega fáir gestir Motel One skrifað um þau heim enda vart hægt að hugsa sér hlutlausari gistingu, ef frá er talinn þessi grænblái litur sem er á veggjunum, rúmteppunum og auðvitað egginu hans Arne.

Motel One hótelin er að finna í flestum þeim þýsku borgum sem flogið er til beint frá Íslandi; Frankfurt, Hamborg, Dusseldorf, Munchen, Stuttgart og Berlín.

Sjá heimasíðu Motel One.

TENGDAR GREINAR: Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verðiÞrjú misdýr hótel í Stokkhólmi
NÝJAR GREINAR: Stystu biðraðirnar eru í Svíþjóð
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn

Myndir: Motel One

 

  Bookmark and Share

 

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …