Parísartíska á stórafslætti

Slöpp króna er líklega aðalástæðan fyrir því að fleiri íslenskir ferðamenn venja núna komur sínar á útsölumarkaði í útlöndum. Á einum slíkum í útjaðri Parísar eru tíska síðasta árs seld fyrir lítið.

Þeim sem stendur á sama þó nýju fötin þeirra prýði ekki lengur tískuþætti á síðum Vouge geta gert góð kaup á útsölumörkuðum (Outlet) með merkjavörur. La Vallée Village kallast einn slíkur, ekki svo langt frá Disneyland skemmtigarðinum, í nágrenni Parísar. Þar eru framleiðsluvörur þekktustu tískuhönnuða heims seldar með að lágmarki þriðjungs afslætti.

Á markaðnum er líka að finna Parísartísku frá hönnuðum sem eru minna þekktir út í heimi, til dæmis Agnés B, Gerard Darel, Givenchy og Kenzo. 

Það tekur um fjörtíu mínútur að taka lest (RER lína A4) frá Chatelet Les Halles lestarstöðinni í París og til Val d’Europe. Þaðan er tíu mínútna gangur til La Vallée Village. Á sumrin er þó boðið upp á sætaferðir á kortersfresti alla daga frá Val d’Europe lestarstöðinni og út á markaðinn. Á veturna er þessi þjónusta í boði á sunnudögum

La Vallée Village er opið næstum alla daga ársins frá klukkan tíu til 19.

TENGDAR GREINAR: Mýrin hefur margt að bjóðaVegvísir París
TILBOÐ:
10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: La Vallée Village

Share |