Stystu biðraðirnar eru í Svíþjóð

Minnstur tími fer til spillis á ferðalagi í Svíþjóð. Þar er meðalbið eftir afgreiðslu tvær og hálf mínúta. Í Rússlandi er ástandið slæmt.

Tíminn er dýrmætur og ekki síst í utanlandsferðum þegar miklu hefur verið kostað til. Þeir sem vilja lágmarka þann tíma sem fer til spillis í fríinu ættu að ferðast til Svíþjóðar þar sem biðraðirnar eru stystar, samkvæmt könnun MSPA Europe. Svíar og gestir þeirra þurfa nefnilega ekki að bíða lengur en tvær og hálfa mínútu að meðaltali eftir afgreiðslu í búðum, skyndibitastöðum og bönkum á meðan biðin í Rússlandi er um þrjátíu mínútur. 

Í þessum löndum er biðin styst:

  1. Svíþjóð: 2,5 mínútur 
  2. Danmörk: 3 mínútur
  3. Spánn: 3,5 mínútur

og hér er biðin lengst:

  1. Rússland: 30 mínútur
  2. Bosnía: 19 mínútur
  3. Ítalía: 14 mínútur

NÝJAR GREINAR: Þrjú misdýr hótel í Stokkhólmi
TILBOÐ: Hótel í Amsterdam, Madrid og Barcelona

Mynd: Watt Dabney (Creative Commons)