Allir flugfarþegar eiga að sitja í sínu eigin sæti að mati bandarísks slysavarnarráðs. Líka börn yngri en tveggja ára sem í dag þurfa að sitja í fanginu hjá fullorðnum.
Samkvæmt frétt New York Times er þetta ekki í fyrsta skipti sem þessi áskorun kemur fram en henni hefur alla jafna verið hafnað með þeim rökum að ef reglunum yrði breytt myndi það þýða að barnafjölskyldur hefðu síður efni á flugmiðum. Það hefði svo í för með sér að umferð á vegum úti myndi aukast og bílslysum fjölga.
Ungabörn greiða í dag lítið eða ekkert gjald fyrir flugmiða á meðan börn eldri en tveggja ára greiða 75% af fargjaldi fullorðinna.
NÝJAR GREINAR: Vatíkanið setur strangari reglur um klæðaburð
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu i Kaupmannahöfn
Mynd: Katiew (Creative Commons)