Bjórhátíðin mikla í München hefst á laugardaginn. Hér eru fimm heilræði fyrir þá sem vilja fá sem mest út úr heimsókninni á hátíðarsvæðið.
Það eru tvö hundruð ár síðan að krónprinsinn Lúðvík gekk að eiga prinsessuna Theresu í höfuðborg Bæjaralands. Brúðkaupsveislan stóð í marga daga og þótti það vel heppnuð að allar götur síðan hefur leikurinn verið endurtekinn með tilheyrandi glaum og gleði.
Á laugardaginn fyllir borgarstjóri München fyrstu bjórkrúsina og í framhaldinu munu brjótast út mikil fagnaðarlæti meðal þeirra þúsunda manna sem mættir verða í bjórtjöldin þann daginn.
Ferðaritið Lonley Planet hefur tekið saman þessi fimm góðu ráð fyrir þá sem ætla sér að ætla að taka þátt í partíinu.
-
Bjórinn er afgreiddur í eins lítra krúsum. Áður en fyrsti sopinn er tekinn er mikilvægt að segja „Prost“, skála svo við sessunautin og ná svo augnkontakt við alla þá sem sitja við borðið og síðan taka sopa
-
Björtjöldin loka á miðnætti og því er best að halda heim nokkru áður til að komast hjá því að dúsa lengi í röð eftir strætó eða leigubíl.
-
Virkir dagar eru bestu dagarnir til að heimsækja hátíðarsvæðið því mannþrönginn um helgar getur verið alltof mikil
-
Gott er að hafa á sér nóg reiðufé svo tíminn fari ekki til spillis í röðum við hraðbanka
-
Það er ódýrara að fara á hátíðina á fjölskyldudögum (21. og 28.september frá hádegi til klukkan sex og 4.október frá tíu til þrjú). Fyrir klukkan þrjú um helgar eru oft tilboð á veitingastöðum og í tívolítækin.
Októberfest stendur til fjórða október.
TENGDAR GREINAR: Byggilegustu borgir í heimi
NÝJAR GREINAR: Ódýr og grænblá hótel í Þýskalandi