Bestu flugfélögin að mati viðskiptaferðalanga

Singapore Airlines er öðrum flugfélögum fremri og í flokki lággjaldafélaga er Easyjet best.

Á hverju ári velja lesendur tímaritsins Business Traveller bestu flugfélög í heimi að þeirra mati. Gera má ráð fyrir því að margir lesendur blaðsins þurfi að ferðast mikið vegna vinnu og því skiptir verðið á flugmiðanum þá ekki eins miklu máli og stundvísi og þjónusta. 

Í fyrra var það British Airways sem varð fyrir valinu en í ár fékk Singapore Airlines flest atkvæði. Emirates frá Dubai fékk næstflest atkvæði og breska félagið varð í þriðja sæti. Fyrsta farrýmið hjá Emirates þótti hins vegar skara fram úr.

Ferðamenn í viðskiptaerindum geta þó ekki bara valið sér flugfélag út frá flottheitum því stundum verður að spara. Lággjaldaflugfélögin verða þá oft fyrir valinu og í þeim flokki þykir Easyjet best.

TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar
NÝJAR GREINAR: Ódýrasta leiðin til og frá tíu flugvöllum
TILBOÐ: Gistiheimili og hótelíbúðir í London frá 99 pundum

Mynd: Singapore Airlines