Dylan upp á vegg Danska ríkislistasafnsins

Þó að Bob Dylan sé á endalausu tónleikaferðalagi þá gefur hann sér tíma til að sinna myndlistinni. Nýjustu málverk hans eru nú til sýnis í Kaupmannahöfn.

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur verið heimsþekktur í nærri hálfa öld. Allan þann tíma hefur hann dundað sér við að mála myndir í frítímanum. Það var þó fyrst fyrir þremur árum síðan að hann sýndi málverk sín opinberlega.

Stjórnandi Danska ríkislistasafnsins hreifst mjög af myndunum og sannfærði listamanninn um að halda sýningu í Kaupmannahöfn sem allra fyrst.

Í dag opnaði loks sýningin, The Brazil Series, þar sem getur að líta splunkunýjar myndir af fólki, landslagi, þorpum og öðru því sem fyrir augu Dylan bar á ferðalagi hans um Brasilíu nýverið.

Þetta er vafalítið spennandi viðburður fyrir hörðustu aðdáendur Dylan en þess ber þó að geta að danskir gagnrýnendur hafa ekki gefið sýningunni góða dóma. 

Sýningin stendur yfir fram til 30. janúar. 

TILBOÐ: 10% afsláttur á hótelgistingu í Kaupmannahöfn fyrir lesendur Túrista

NÝJAR GREINAR: Tívolí opnar hótel við götu Árna Magnússsonar

Mynd: SMK foto