Fjölmenna til Fídels

Ferðir til Kúbu rokseljast í Danmörku þessa dagana. Fólk vill komast til eyjunnar á meðan Fídel Kastró er þar enn.

Ein stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur hefur tvöfaldað framboð sitt á ferðum til Kúbu í vetur enda streyma pantanirnar inn. Ástæðan fyrir þessum vinsældum eyjunnar meðal danskra ferðamanna er sú að margir telja að nú séu síðustu forvöð að upplifa stemmninguna á eyjunni undir stjórn Kastró og félaga. Þetta er alla vega mat talskonu ferðaskrifstofunnar Albatros.

Samkvæmt frétt Berlingske Tidende er það höfuðborgin, Havana og ferðamannastaðirnir Varadero og Cayo Santa Maria sem njóta mestra vinsælda. En Kastró sjálfur heldur víst oft til á síðastnefnda staðnum þegar hann vill taka því rólega.

NÝJAR GREINAR: Fimm góð ráð fyrir Októberfest
TILBOÐ: 10% afsláttur á ódýrri hótelgistingu í Kaupmannahöfn  

Mynd: pietroizzio / Creative Commons