Hnakkar í flugvélum

Á nýrri tegund flugsæta sitja farþegarnir á sessu sem er í laginu eins og hnakkur. Tilgangurinn er að koma fleirum um borð í flugvélarnar.

Hugmyndir Michael O´Leary, forstjóra Ryanair, um láta farþega standa um borð í flugvélum fengu töluverða athygli fyrir ekki svo löngu. Ítalska fyrirtækið Aviointeriors hefur nú tekið skrefið til móts við forstjórann og kynnt til sögunnar flugsæti með sessu sem líkist hnakki á vespu.

Í tilkynningu frá Ítölunum kemur fram að með þessum nýju stólum verði hægt að fjölga sætaröðunum töluvert. Á móti kemur að ekki er hægt að ætlast til að fólk sitji á þessum sessum í meira en þrjá tíma. Þar af leiðandi er það á mörkunum að íslensku flugfélögin geti sett þessa nýju hnakka um borð í sínar vélar.

TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar
NÝJAR GREINAR:  Hótel Ikea í Smálöndunum
TILBOÐ:Gistiheimili og hótelíbúðir í London frá 99 pundum

Mynd: Aviointeriors