Þeir sem vilja heldur láta kaupmenn en hótelstjóra fá gjaldeyrinn sinn í London bóka herbergi á gistiheimili rétt við Oxford Street.

Í stuttu stoppi í stórborg eins og London velja klókir ferðalangar sér hótel á því svæði þar sem reikna má með að mestum tíma verði varið. Og ef það eru stórverslanir með rúllustigum sem lokka þá er ekki galið að gista í námunda við Oxfordstræti. Í tíu mínútna göngufæri frá þessari risavöxnu verslunargötu er að finna eitt af mýmörgum gistiheimilum YHA í Bretlandi. Þar getur vísitölufjölskylda komið sér fyrir í eigin herbergi fyrir rúm fimmtíu pund og fjórir fullorðnir fá herbergi með fjórum rúmum fyrir sjötíu pund. Þeir sem gera hins vegar litlar sem engar kröfur um næði fyrir öðrum hótelgestum geta hallað sér í koju fyrir 20 pund.
Verðið á YHA ræðst af eftirspurn og því er ekki öruggt að þessi lágu verð séu alltaf í boði. Þeir sem ekki eru meðlimir hjá YHA þurfa líka að greiða nokkur aukapund fyrir húsaskjólið og handklæðin (3,5pund). Baðherbergin eru fram á gangi.
LESTU LÍKA: Lággjaldahótel í London
Íslenskir túristar sem sjá fram á langa daga í mátunarklefum H&M og Selfridges ættu því að kanna úrvalið og verðin hjá YHA áður en lengra er haldið. Það er nefnilega gerður góður rómur að YHA á síðum eins og Tripadvisor. Sérstaklega eru fyrrum gestir gistiheimilisins ánægðir með staðsetninguna og hversu snyrtilegt er þar um að lítast.
SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í LONDON
TENGDAR GREINAR: Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verði
TILBOÐ: Gistiheimili og íbúðarhótel í London frá 99 pundum