Samfélagsmiðlar

Ódýr gisting við Oxfordstræti

Þeir sem vilja heldur láta kaupmenn en hótelstjóra fá gjaldeyrinn sinn í London bóka herbergi á gistiheimili rétt við Oxford Street.

Í stuttu stoppi í stórborg eins og London velja klókir ferðalangar sér hótel á því svæði þar sem reikna má með að mestum tíma verði varið. Og ef það eru stórverslanir með rúllustigum sem lokka þá er ekki galið að gista í námunda við Oxfordstræti. Í tíu mínútna göngufæri frá þessari risavöxnu verslunargötu er að finna eitt af mýmörgum gistiheimilum YHA í Bretlandi. Þar getur vísitölufjölskylda komið sér fyrir í eigin herbergi fyrir rúm fimmtíu pund og fjórir fullorðnir fá herbergi með fjórum rúmum fyrir sjötíu pund. Þeir sem gera hins vegar litlar sem engar kröfur um næði fyrir öðrum hótelgestum geta hallað sér í koju fyrir 20 pund.

Verðið á YHA ræðst af eftirspurn og því er ekki öruggt að þessi lágu verð séu alltaf í boði. Þeir sem ekki eru meðlimir hjá YHA þurfa líka að greiða nokkur aukapund fyrir húsaskjólið og handklæðin (3,5pund). Baðherbergin eru fram á gangi.

LESTU LÍKA: Lággjaldahótel í London

Íslenskir túristar sem sjá fram á langa daga í mátunarklefum H&M og Selfridges ættu því að kanna úrvalið og verðin hjá YHA áður en lengra er haldið. Það er nefnilega gerður góður rómur að YHA á síðum eins og Tripadvisor. Sérstaklega eru fyrrum gestir gistiheimilisins ánægðir með staðsetninguna og hversu snyrtilegt er þar um að lítast.

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í LONDON

TENGDAR GREINAR: Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verði
TILBOÐ:
Gistiheimili og íbúðarhótel í London frá 99 pundum

 

Mynd: YHA
Nýtt efni

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …