Samfélagsmiðlar

Ódýrasta leiðin til og frá tíu flugvöllum

Síðasti spölurinn á ferðalaginu út er oft fokdýr. Hér eru nokkur sparnaðarráð fyrir þá sem vilja ekki létta á pyngjunni rétt á meðan þeir koma sér frá flugstöðinni til borgarinnar.

Það er einfalt og ódýrt að komast frá Kastrup flugvelli og inn til Kaupmannahafnar.
Almenningssamgöngur njóta líklega meiri vinsælda meðal íslenskra túrista nú en áður. Sérstaklega þegar fara á langa leið eins og til og frá flugvellinum. En jafnvel þó rútur eða lestir verði fyrir valinu þá kostar þetta ferðalag sitt.

Reyndar er verðið mismunandi eftir borgum. Þannig kostar lestarmiði frá Kastrup til Kaupmannahafnar rétt rúmar sjö hundruð íslenskar krónur á meðan á meðan dýrasti miðinn frá Arlanda til Stokkhólms kostar um fjögur þúsund krónur.

Þetta er líka spurning um tíma því þeir sem eru tilbúnir til að eyða klukkutíma í ferðalagið milli London og Heathrow borga aðeins um sjö hundruð krónur á meðan þeir sem vilja drífa sig í bæinn borga 3200 krónur fyrir far með hraðlestum, Heathrow Express.

Hér er yfirlit yfir þá möguleika sem eru í boði, á tíu evrópskum flugvöllum, fyrir þá sem vilja nýta sér almenningssamgöngur næst þegar ferðast er til útlanda.

Amsterdam

Það er sjaldan löng bið eftir lestinni frá Schiphol og inn í borgina. Ferðin tekur fimmtán mínútur og miðinn kostar 569 íslenskar (3,7 evrur).

Barcelona

Flugvallarrútan (Aerobús) er þægilegasti fararmátinn frá El Prat flugvelli. Rútan keyrir á fimm mínútna fresti og er rúman hálftíma á leiðinni. Þeir sem kaupa farmiða báðar leiðir greiða 8,75 evrur (1.345 kr). Farið með strætó númer 46 frá flugvellinum er mun ódýrara (1,35 evrur) en þar fer ekki eins vel um farþegana og farangurinn.

Miðinn í lestina kostar 2,8 evrur en hún keyrir óreglulega og því erfitt að stóla á hana.

Berlín

Höfuðborg Þýskalands stenst næstum því allan verðsamanburð við hinar stórborgir álfunnar. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að miðinn með S-bahn og Airport Express rútunum frá Schönefeld kostar aðeins 430 krónur (2,8 evrur).

Kaupmannahöfn

Það tekur um kortér að fara frá Kastrup og niður í miðborg Kaupmannahafnar. Skiptir þá engu hvort neðanjarðarlestin er tekin eða sú hefðbundna. Verðið er líka það saman eða 34,5 danskar (712 íslenskar). Þeir sem ætla að nota almenningssamgöngur borgarinnar í fríinu ættu að kaupa „klippekort“ á flugvellinum því þá er ferðin að minnsta kosti þriðjungi ódýrari.

London

Heathrow: Klukkutíma ferðalag með neðanjarðarlestinni frá Heathrow kostar 4 pund (718 kr) en sú reisa er hvorki skemmtileg byrjun né endir á heimsókninni til London. Fyrir átta pund fær maður hins vegar að sitja í Heathrow Connect lestinni niður á Paddington stöðina. Ódýrasti miðinn í hraðlest Heathrow Express kostar 16,5 pund og hann er aðeins fáanlegur á netinu.

Gatwick: Á heimasíðu Southern lestarfyrirtækisins er hægt að detta í lukkupottinn og finna miða á tæplega fjögur pund. Þeir miðar eru þó sjaldséðir og líklegra að farið muni kosti um 11 pund eða um tvö þúsund íslenskar. Gatwick Express býður þeim sem kaupa á netinu 10 prósent afslátt og kostar miðinn þá rúm fimmtán pund.

Stansted: Það kostar aðeins tvö pund að sitja í hjá Easybus og það borgar sig að bóka á netinu. Þeir sem eru hins vegar að flýta sér í bæinn og vilja ekki eyða meira en þremur korterum í að komast til London taka þá lestina sem kostar 19,8 pund.

Osló

Flytoget brunar þá 47 kílómetra sem liggja á milli Gardermoen flugvallar og aðallestarstöðvarinnar í Osló á 19 míntútum. Farmiðinn kostar 170 norskar krónur (um 3300 íslenskar) ef hann er keyptur í sjálfsala en þeir sem vilja persónulega þjónustu borga aukalega 30 norskar. Spara má sextíu norskar krónur með því að taka lest merkta NSB en þær fara þessa sömu leið í bæinn og hraðlestirnar en á tvöfalt lengri tíma.

París

Fyrir rétt rúmlegar fimmtán hundruð krónur (8,4 evrur) kemstu frá Charles de Gaulle með RER B lestinni. Það er helmingi dýrara að fá far með Air France skutlunni.

Stokkhólmur

Ef leiðin liggur til höfuðborgar Svíþjóðar yfir helgi þá er hægt að spara sér 135 sænskar krónur með því að kaupa miða í flugvallarlestina, Arlanda Express, á netinu. Þá kostar miðinn 325 sænskar (5434 íslenskar krónur) í stað 460 króna. Skilyrðin eru þau að farþegarnir lendi á Arlanda á fimmtudegi eða föstudegi og fari heim um helgina. Netmiði með Swebus rútunum kostar hins vegar 178 sænskar krónur, báðar leiðir, og tekur túrinn rúman hálftíma.

NÝJAR GREINAR: Ódýr gisting við Oxfordstræti

TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar

TILBOÐ: 10% afsláttur á hótelgistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Woco / Morten Bjarnhof

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …