Samfélagsmiðlar

Ódýrasta leiðin til og frá tíu flugvöllum

Síðasti spölurinn á ferðalaginu út er oft fokdýr. Hér eru nokkur sparnaðarráð fyrir þá sem vilja ekki létta á pyngjunni rétt á meðan þeir koma sér frá flugstöðinni til borgarinnar.

Það er einfalt og ódýrt að komast frá Kastrup flugvelli og inn til Kaupmannahafnar.
Almenningssamgöngur njóta líklega meiri vinsælda meðal íslenskra túrista nú en áður. Sérstaklega þegar fara á langa leið eins og til og frá flugvellinum. En jafnvel þó rútur eða lestir verði fyrir valinu þá kostar þetta ferðalag sitt.

Reyndar er verðið mismunandi eftir borgum. Þannig kostar lestarmiði frá Kastrup til Kaupmannahafnar rétt rúmar sjö hundruð íslenskar krónur á meðan á meðan dýrasti miðinn frá Arlanda til Stokkhólms kostar um fjögur þúsund krónur.

Þetta er líka spurning um tíma því þeir sem eru tilbúnir til að eyða klukkutíma í ferðalagið milli London og Heathrow borga aðeins um sjö hundruð krónur á meðan þeir sem vilja drífa sig í bæinn borga 3200 krónur fyrir far með hraðlestum, Heathrow Express.

Hér er yfirlit yfir þá möguleika sem eru í boði, á tíu evrópskum flugvöllum, fyrir þá sem vilja nýta sér almenningssamgöngur næst þegar ferðast er til útlanda.

Amsterdam

Það er sjaldan löng bið eftir lestinni frá Schiphol og inn í borgina. Ferðin tekur fimmtán mínútur og miðinn kostar 569 íslenskar (3,7 evrur).

Barcelona

Flugvallarrútan (Aerobús) er þægilegasti fararmátinn frá El Prat flugvelli. Rútan keyrir á fimm mínútna fresti og er rúman hálftíma á leiðinni. Þeir sem kaupa farmiða báðar leiðir greiða 8,75 evrur (1.345 kr). Farið með strætó númer 46 frá flugvellinum er mun ódýrara (1,35 evrur) en þar fer ekki eins vel um farþegana og farangurinn.

Miðinn í lestina kostar 2,8 evrur en hún keyrir óreglulega og því erfitt að stóla á hana.

Berlín

Höfuðborg Þýskalands stenst næstum því allan verðsamanburð við hinar stórborgir álfunnar. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að miðinn með S-bahn og Airport Express rútunum frá Schönefeld kostar aðeins 430 krónur (2,8 evrur).

Kaupmannahöfn

Það tekur um kortér að fara frá Kastrup og niður í miðborg Kaupmannahafnar. Skiptir þá engu hvort neðanjarðarlestin er tekin eða sú hefðbundna. Verðið er líka það saman eða 34,5 danskar (712 íslenskar). Þeir sem ætla að nota almenningssamgöngur borgarinnar í fríinu ættu að kaupa „klippekort“ á flugvellinum því þá er ferðin að minnsta kosti þriðjungi ódýrari.

London

Heathrow: Klukkutíma ferðalag með neðanjarðarlestinni frá Heathrow kostar 4 pund (718 kr) en sú reisa er hvorki skemmtileg byrjun né endir á heimsókninni til London. Fyrir átta pund fær maður hins vegar að sitja í Heathrow Connect lestinni niður á Paddington stöðina. Ódýrasti miðinn í hraðlest Heathrow Express kostar 16,5 pund og hann er aðeins fáanlegur á netinu.

Gatwick: Á heimasíðu Southern lestarfyrirtækisins er hægt að detta í lukkupottinn og finna miða á tæplega fjögur pund. Þeir miðar eru þó sjaldséðir og líklegra að farið muni kosti um 11 pund eða um tvö þúsund íslenskar. Gatwick Express býður þeim sem kaupa á netinu 10 prósent afslátt og kostar miðinn þá rúm fimmtán pund.

Stansted: Það kostar aðeins tvö pund að sitja í hjá Easybus og það borgar sig að bóka á netinu. Þeir sem eru hins vegar að flýta sér í bæinn og vilja ekki eyða meira en þremur korterum í að komast til London taka þá lestina sem kostar 19,8 pund.

Osló

Flytoget brunar þá 47 kílómetra sem liggja á milli Gardermoen flugvallar og aðallestarstöðvarinnar í Osló á 19 míntútum. Farmiðinn kostar 170 norskar krónur (um 3300 íslenskar) ef hann er keyptur í sjálfsala en þeir sem vilja persónulega þjónustu borga aukalega 30 norskar. Spara má sextíu norskar krónur með því að taka lest merkta NSB en þær fara þessa sömu leið í bæinn og hraðlestirnar en á tvöfalt lengri tíma.

París

Fyrir rétt rúmlegar fimmtán hundruð krónur (8,4 evrur) kemstu frá Charles de Gaulle með RER B lestinni. Það er helmingi dýrara að fá far með Air France skutlunni.

Stokkhólmur

Ef leiðin liggur til höfuðborgar Svíþjóðar yfir helgi þá er hægt að spara sér 135 sænskar krónur með því að kaupa miða í flugvallarlestina, Arlanda Express, á netinu. Þá kostar miðinn 325 sænskar (5434 íslenskar krónur) í stað 460 króna. Skilyrðin eru þau að farþegarnir lendi á Arlanda á fimmtudegi eða föstudegi og fari heim um helgina. Netmiði með Swebus rútunum kostar hins vegar 178 sænskar krónur, báðar leiðir, og tekur túrinn rúman hálftíma.

NÝJAR GREINAR: Ódýr gisting við Oxfordstræti

TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar

TILBOÐ: 10% afsláttur á hótelgistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Woco / Morten Bjarnhof

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …