Samfélagsmiðlar

Ódýrasta leiðin til og frá tíu flugvöllum

Síðasti spölurinn á ferðalaginu út er oft fokdýr. Hér eru nokkur sparnaðarráð fyrir þá sem vilja ekki létta á pyngjunni rétt á meðan þeir koma sér frá flugstöðinni til borgarinnar.

Það er einfalt og ódýrt að komast frá Kastrup flugvelli og inn til Kaupmannahafnar.
Almenningssamgöngur njóta líklega meiri vinsælda meðal íslenskra túrista nú en áður. Sérstaklega þegar fara á langa leið eins og til og frá flugvellinum. En jafnvel þó rútur eða lestir verði fyrir valinu þá kostar þetta ferðalag sitt.

Reyndar er verðið mismunandi eftir borgum. Þannig kostar lestarmiði frá Kastrup til Kaupmannahafnar rétt rúmar sjö hundruð íslenskar krónur á meðan á meðan dýrasti miðinn frá Arlanda til Stokkhólms kostar um fjögur þúsund krónur.

Þetta er líka spurning um tíma því þeir sem eru tilbúnir til að eyða klukkutíma í ferðalagið milli London og Heathrow borga aðeins um sjö hundruð krónur á meðan þeir sem vilja drífa sig í bæinn borga 3200 krónur fyrir far með hraðlestum, Heathrow Express.

Hér er yfirlit yfir þá möguleika sem eru í boði, á tíu evrópskum flugvöllum, fyrir þá sem vilja nýta sér almenningssamgöngur næst þegar ferðast er til útlanda.

Amsterdam

Það er sjaldan löng bið eftir lestinni frá Schiphol og inn í borgina. Ferðin tekur fimmtán mínútur og miðinn kostar 569 íslenskar (3,7 evrur).

Barcelona

Flugvallarrútan (Aerobús) er þægilegasti fararmátinn frá El Prat flugvelli. Rútan keyrir á fimm mínútna fresti og er rúman hálftíma á leiðinni. Þeir sem kaupa farmiða báðar leiðir greiða 8,75 evrur (1.345 kr). Farið með strætó númer 46 frá flugvellinum er mun ódýrara (1,35 evrur) en þar fer ekki eins vel um farþegana og farangurinn.

Miðinn í lestina kostar 2,8 evrur en hún keyrir óreglulega og því erfitt að stóla á hana.

Berlín

Höfuðborg Þýskalands stenst næstum því allan verðsamanburð við hinar stórborgir álfunnar. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að miðinn með S-bahn og Airport Express rútunum frá Schönefeld kostar aðeins 430 krónur (2,8 evrur).

Kaupmannahöfn

Það tekur um kortér að fara frá Kastrup og niður í miðborg Kaupmannahafnar. Skiptir þá engu hvort neðanjarðarlestin er tekin eða sú hefðbundna. Verðið er líka það saman eða 34,5 danskar (712 íslenskar). Þeir sem ætla að nota almenningssamgöngur borgarinnar í fríinu ættu að kaupa „klippekort“ á flugvellinum því þá er ferðin að minnsta kosti þriðjungi ódýrari.

London

Heathrow: Klukkutíma ferðalag með neðanjarðarlestinni frá Heathrow kostar 4 pund (718 kr) en sú reisa er hvorki skemmtileg byrjun né endir á heimsókninni til London. Fyrir átta pund fær maður hins vegar að sitja í Heathrow Connect lestinni niður á Paddington stöðina. Ódýrasti miðinn í hraðlest Heathrow Express kostar 16,5 pund og hann er aðeins fáanlegur á netinu.

Gatwick: Á heimasíðu Southern lestarfyrirtækisins er hægt að detta í lukkupottinn og finna miða á tæplega fjögur pund. Þeir miðar eru þó sjaldséðir og líklegra að farið muni kosti um 11 pund eða um tvö þúsund íslenskar. Gatwick Express býður þeim sem kaupa á netinu 10 prósent afslátt og kostar miðinn þá rúm fimmtán pund.

Stansted: Það kostar aðeins tvö pund að sitja í hjá Easybus og það borgar sig að bóka á netinu. Þeir sem eru hins vegar að flýta sér í bæinn og vilja ekki eyða meira en þremur korterum í að komast til London taka þá lestina sem kostar 19,8 pund.

Osló

Flytoget brunar þá 47 kílómetra sem liggja á milli Gardermoen flugvallar og aðallestarstöðvarinnar í Osló á 19 míntútum. Farmiðinn kostar 170 norskar krónur (um 3300 íslenskar) ef hann er keyptur í sjálfsala en þeir sem vilja persónulega þjónustu borga aukalega 30 norskar. Spara má sextíu norskar krónur með því að taka lest merkta NSB en þær fara þessa sömu leið í bæinn og hraðlestirnar en á tvöfalt lengri tíma.

París

Fyrir rétt rúmlegar fimmtán hundruð krónur (8,4 evrur) kemstu frá Charles de Gaulle með RER B lestinni. Það er helmingi dýrara að fá far með Air France skutlunni.

Stokkhólmur

Ef leiðin liggur til höfuðborgar Svíþjóðar yfir helgi þá er hægt að spara sér 135 sænskar krónur með því að kaupa miða í flugvallarlestina, Arlanda Express, á netinu. Þá kostar miðinn 325 sænskar (5434 íslenskar krónur) í stað 460 króna. Skilyrðin eru þau að farþegarnir lendi á Arlanda á fimmtudegi eða föstudegi og fari heim um helgina. Netmiði með Swebus rútunum kostar hins vegar 178 sænskar krónur, báðar leiðir, og tekur túrinn rúman hálftíma.

NÝJAR GREINAR: Ódýr gisting við Oxfordstræti

TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar

TILBOÐ: 10% afsláttur á hótelgistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Woco / Morten Bjarnhof

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …