Samfélagsmiðlar

Tívolí opnar hótel við götu Árna Magnússonar

Tívolí í Kaupmannahöfn opnaði í dag hótel í seilingarfjarlægð frá sjálfum skemmtigarðinum. Fyrir okkur Íslendinga eru það þó merkilegri tíðindi að hótelið stendur við nýja götu sem nefnd er eftir Árna Magnússyni handritasafnara.

Á nýjasta hótelinu í Kaupmannahöfn geta gestirnir upplifað einskonar tívolístemmningu frá morgni til kvölds. Maturinn, innréttingarnar og afþreyingin er öll í anda skemmtigarðsins vinsæla sem stendur í eins kílómetra fjarlægð frá þessari tólf hæða byggingu. Tívolíhótelið er hefðbundið þemahótel eins og ósjaldan standa við vinsæla skemmtigarða. Eigendur Tívolí hafa lengi látið sig dreyma um að opna eitt slíkt í garðinum sjálfum við hlið Ráðhústorgsins. Borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki verið hrifin af þeirri hugmynd. Því var hótelinu fundinn staður við nafnlausa götu á svæði við lestarstöðina sem þá var verið að endurskipuleggja.

Arni Magnussons gade verður til

Stjórnendur skemmtigarðsins lögðu til að gatan sem hótelið stendur við yrði kölluð Tívolítorg. Sú hugmynd var hins vegar kolfelld í skipulagsráði borgarinnar og síðar var samþykkt tillaga um að hún yrði nefnd í höfuðið á Árna okkar Magnússyni, Arni Magnussons gade. Upphaflega átti reyndar að sleppa fornafninu. Ástæðan fyrir því að þetta nafn varð fyrir valinu er sú að hverfið sem verið er að reisa á svæðinu er byggt í kringum ný húsakynni danska ríkisskjalasafnsins. Það þótti því viðeigandi að nefna allar göturnar í höfuðið á þekktum rannsóknar- og vísindamönnum. En Árni var prófessor við Kaupmannahafnarháskóla á meðan hann safnaði saman íslensku handritunum eins og segir í rökstuðningi skipulagsnefndar Kaupmannahafnar fyrir nafngiftinni.

Miði í Tívolí fylgir herberginu

Það er ekki ódýrt að gista á nýja hótelinu. Herbergi fyrir fjögurra manna fölskyldu kostar rúmar tvö þúsund danskar og innifalið í verðinu er miði í Tívolí og öll þau tæki sem þar eru. 

Heimasíða Tívolí hótelsins.

TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelgistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Tivoli hotel

 

Nýtt efni

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …