Betri lestarsamgöngur frá London

Innan fárra ára verður mögulegt að taka lest beint frá Bretlandi til Þýskalands, Sviss og Hollands.

Einokun fyrirtækisins Eurostar á lestarferðum um Ermasundsgöngin rann út í ár. Fyrirtækið hefur setið eitt af þessum markaði síðan göngin voru opnuð árið 1994 og hefur einbeitt sér að ferðum frá London til Brussel og Parísar. Með nýjum lestum, sem afhentar verða árið 2014, verður hægt að fjölga áfangastöðunum og hyggst Eurostar bæta Amsterdam og Genf við áætlunarkerfi sitt samkvæmt frétt á heimasíðu Telegraph.

Ekki er langt síðan að forsvarsmenn þýska lestarfyrirtækisins Deutsche Bahn létu í veðri vaka að fljótlega myndu lestir þeirra keyra alla leið frá Frankfurt og Köln til höfuðborgar Bretlands og því stefnir í samkeppni á ferðum um göngin og vonandi lækkandi fargjöld.

NÝJAR GREINAR: Hamborgari í heimsborginniBílaleigubíll á einn dollara á dag
TILBOÐ: Gistihús og hótelíbúðir í London á 99 pund á dag