Edinborg uppáhaldsborg Breta

Höfuðstaður Skotlands er sú borg á Bretlandseyjum sem er best heim að sækja að mati heimamanna.

Verslun með póstkort er vafalítið blómlegri í Edinborg en víða annars staðar. Borgin er nefnilega ákaflega falleg og líklega vilja margir ferðamenn deila því sem fyrir augu ber með fólkinu heima.

Edinborg myndi þó ólíklega verma efsta sætið á listanum yfir bestu ferðamannaborgir Bretlands ef hún hefði aðeins útlitið með sér. Staðreyndin er sem betur fer sú að þar er heilmargt að sjá og gera og fjarlægðin á milli markverðra staða er ekki mikil. Ferðamenn þurfa því ekki að eyða dýrmætum tíma í ferðalög innanbæjar.

Allir þessi ótvíræðu kostir skiluðu borginni flestum stigum þegar lesendur The Guardian og CN Traveller voru nýverið beðnir um að velja uppáhalds bresku borgina sína.

En þó flugsamgöngur héðan séu mun betri til systurborgarinnar, Glasgow þá ætti það ekki að standa í vegi fyrir heimsókn til Edinborgar því það tekur ekki nema um klukkutíma að taka lestina þangað frá miðborg Glasgow.

NÝJAR GREINAR: Netsamband í þriðju hverji farþegavélBesta breska hótelið fyrir klink
TILBOÐ: Gistiheimili og íbúðarhótel í London frá 99 pundum

Mynd: Visit Britain