Hótel Ísland í Kaupmannahöfn bleikt

Eitt virðulegasta hótelið í Danmörku, D´Angleterre við Kóngsins Nýjatorg, verður baðað bleikum ljósum út október.

Á fimmtudagskvöldið kveikti Alexandra greifynja af Frederiksborg á bleikum perum sem lýsa munu upp D´Angleterre hótelið í Kaupmannahöfn út þennan mánuð. Hótelið er, líkt og Menntaskólinn í Reykjavík, eitt af tvö hundruð kennileitum víðs vegar um heiminn sem nýtt eru með þessum hætti til að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Eins og alkunna hér á landi er þetta fimm stjörnu hótel í eigu skilanefndar Landsbankans. Þeir sem vilja prófa að gista á þessu fornfræga hóteli mega reikna með að þurfa að borga að minnsta kosti rúmar þrjátíu þúsund krónur fyrir nóttina í eins manns herbergi.

TENGDAR GREINAR: Tívolí opnar hótel við götu Árna Magnússonar
TILBOÐ: 
10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótel í Kaupmannahöfn

Mynd: Wonderful Copenhagen