Hótelverð lækkaði mest hér á landi

Það var mun ódýrara fyrir útlendinga að gista á íslenskum hótelum í vor en í fyrra.

Að meðaltali lækkaði verð á hótelgistingu hér á landi um fimmtán prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við síðasta ár. Þetta var meiri lækkun en mældist í öðrum Evrópulöndum samkvæmt verðkönnun hótelbókunarsíðunnar Hotels.com.

Í könnuninni var verð á hótelum reiknað út í breskum pundum og því spilar lækkandi gengi íslensku krónunnar rullu í þessum samanburði. Askan úr Eyjafjallajökli eru þó líklega helsta ástæðan fyrir þessari neikvæðu verðþróun eins og kemur fram í skýrslu Hotels.com.

Verðlag á hótelum í Rússlandi lækkaði næst mest eða um 11 prósent og í Ungverjalandi um níu af hundraði. 

NÝJAR GREINAR: Túristar í Tjernóbyl
TENGDAR GREINAR: Ódýrast að gista í Malmö
TILBOÐ: 
Gistiheimili og hótelíbúðir í London frá 99 pundum

Mynd: Wikicommons