Á næstu fimm árum munu meira en tvö hundruð ný hótel rísa í Noregi. Þetta er margfalt meiri aukning en áður hefur sést í landinu.
Ósló vermir alla jafna eitt af toppsætunum yfir dýrustu borgir heims fyrir ferðamenn. Þrátt fyrir verðlagið laðar Noregur til sín mikinn fjölda túrista og mikil bjartsýni ríkir í ferðaþjónustunni þar í landi. Sérstaklega í hótelgeiranum þar sem áformað er að fjölga hótelherbergjunum um nærri tíu þúsund fram til ársins 2013. Þetta jafngildir þrettán prósent aukningu samkvæmt frétt Aftenposten.
TENGDAR GREINAR: Sólríkasti smábærinn í Noregi
NÝJAR GREINAR: Besta breska hótelið fyrir klink
TILBOÐ: Ódýrt hótel í Kaupmannahöfn