Ódýrast að gista í Riga

Hótelverðin eru lægst í höfuðborg Lettlands en Reykjavík er í tíunda sæti yfir ódýrustu borgirnar.

Þeir sem vilja halda hótelkostnaðinum í lágmarki ættu að ferðast til austurhluta Evrópu eða Asíu. Í þessum heimshlutum er nefnilega að finna ódýrustu gistinguna ef marka má verðkönnun Hotels.com, sem unnin var upp úr gögnum um verðlag á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 

Hótelin eru ódýrust í höfuðborg Lettlands, Riga, þar sem nóttin kostaði að meðaltali rúmar níu þúsund íslenskar. Bangkok í Taílandi og Tallinn í Eistlandi komu svo í næstu tveimur sætum en Reykjavík er í því tíunda.

TENGDAR GREINAR: Hótelverð lækkaði mest hér á landi
NÝJAR GREINAR: Umhverfisvænasta hótel í heimi
TILBOÐ: Gistiheimili og íbúðir í London frá 99 pundum

Mynd: Martin Thirolf / Wikicommons