Spánn fyrir vínáhugafólk

Vínræktarhéruðin á Spáni laða til sín sífellt fleiri ferðamenn sem vilja kynna sér betur uppruna uppáhalds landbúnaðarafurðarinnar sinnar.

Rioja hérað er vinsælt meðal þeirra ferðamanna sem láta bragðlaukana ráða ferðinni

Það eru ekki mörg lönd sem bjóða upp á aðra eins veislu fyrir bragðlaukana og Spánn. Vínin og maturinn sem þaðan kemur er alla jafna hátt skrifaður og það er því ekki að undra að sælkerar allra landa fjölmenni þangað til að kynna sér uppruna þessara góðu veiga.

Freyðivínið heillar flesta

Vínin frá Rioja hafa borið hróður héraðsins sem þau er kennd við víða. Þangað leggja því margir vínáhugamenn leið sína og á síðasta ári varð næstum því tvöföldun í fjölda gesta hjá vínbændunum í sveitinni.

Vinsælast, hjá þessum hópi túrista, er hins vegar Penedés héraðið. Svæðið nýtur góðs af ferðamannastraumnum til Barcelona enda aðeins klukkutíma ferðalag frá borginni og til bæjanna Vilafranca og Sant Sadurní d’Anoia þar sem miðstöð vínframleiðslu héraðsins er að finna. Í Penedés eru það freyðivínin (Cava) sem eru í mestum metum og vínkrárnar á þessum slóðum, þar sem setjast má níður og bragða á drykkjum heimamanna, eru nánast óteljandi.

Það eru hins vegar margar fleiri spænskar sveitir sem hafa upp á spennandi hluti að bjóða fyrir áhugasama um vín og mat. Á heimasíðu ferðamálaráðs Spánar má finna gagnlegar upplýsingar um rómuðustu vínræktarhéruð landsins og þá möguleika sem þar er að finna til að bragða á góðum vínum og kynna sér heimahaga þeirra um leið.

TENGDAR GREINARSmáréttasvall að hætti Baska 

NÝJAR GREINAR: Besta breska hótelið fyrir klink

TILBOÐ: Gistiheimili og íbúðir í London

Myndir: Viña Tandonia