Umhverfisvænasta hótel í heimi

Stærsta sólarrafhlaða í Norður-Evrópu þekur tuttugu hæðir á byggingunni sem hýsir fyrsta sjálfbæra hótelið í Danmörku og því grænasta í heimi.

Ekkert hótel í heiminum er eins umhverfisvænt og Crowne Plaza í Kaupmannahöfn að mati dómnefndar Ecotourism verðlaunanna sem afhent voru í Sydney í Ástralíu um helgina.

Öll orka sem notuð er í byggingunni kemur frá hinni 2.500 fermetra sólarrafhlöðu sem liggur utan á húsinu og það kranavatn sem fer til spillis er notað í loftkælinguna. Umbúðir undir baðvörur og annað slíkt eru endurvinnanlegar og maturinn á veitingastaðnum er keyptur af framleiðendum í nágrenninu svo ekki þurfi að flytja hann á milli landa. Gestirnir geta svo borðað frítt ef þeir eru til í að leggja sitt af mörkum og knýja áfram rafala hótelsins með því að setjast á þar til gert hjól.

Crowne Plaza opnaði í nóvember á síðasta ári rétt áður en umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í Kaupmannahöfn.

NÝJAR GREINARDraumalönd Dana – Hamborgar í heimsborginni
TILBOÐ: 10% afsláttur á hóteli í Kaupmannahöfn 

Mynd: Crowne Plaza