Ekkert fjölskylduhótel

Hátt í ellefu þúsund Íslendingar tékkuðu sig inn á hótel í París á síðasta ári. Hafi einhver þeirra gist á Hotel Amour hefur viðkomandi væntanlega verið kominn til borgarinnar til að sletta úr klaufunum.

Veggirnir eru æpandi rauðir, húsgögnin keypt á flóamarkaði og baðkarið stendur við fótgaflinn. Einhvern veginn svona er hefðbundið herbergi á Hotel Amour, ódýru hóteli í níunda hverfi Parísar, sem laðar til sín þá ferðamenn sem eru líklegri til að blanda geði við nátthrafna borgarinnar en morgunhanana.

Það vill svo vel til að bístró hótelsins er vinsælt meðal fastagesta vinsælustu klúbbanna og hótelgestirnir geta því sótt til þeirra góð ráð um hvernig hægt er að fá sem allra mest út úr næturlífi Parísar. Ef enginn er til í að miðla af reynslu sinni þá er Le Baron klúbburinn, sem er í eigu hótelstjórans, ágætis kostur.

Ódýrastu herbergin á Hotel Amour í París eru á 100 evrur en tveggja manna á 150.

NÝJAR GREINAR: Reisa sleðabrekku í Kaupmannahöfn
TENGDAR GREINAR: Mýrin í ParísVegvísir París
TILBOÐ:
Gistiheimili og íbúðarhótel í London frá 99 pundum

Myndi: Hotel Amour