Glögg í borg

Vertinn á Hviids Vinstue við Kóngsins nýjatorg áætlar að selja sjötíu og fimm þúsund glös af glöggi fram að jólum.

Framkvæmdir við nýtt neðanjarðarlestarkerfi hafa leikið Kóngsins nýjatorg í Kaupmannahöfn grátt. Þessi miðpunktur borgarinnar er því ekki sjón að sjá þessa dagana.

Þrátt fyrir það hafa þjónarnir á elstu knæpu bæjarins, Hviids Vinstue, vart undan við að skenkja jólaglöggi hússins í glös gestanna sem hafa ekki látið vinnuvélar og skurði aftra sér frá því að heimsækja barinn heim.

Það er því útlit fyrir að þessir sjö þúsund og fimm hundrað lítrar af rauðvínsblöndu sem settir voru í tunnur í maí muni verða drukknir áður en árið er liðið.

10cl glas af glöggi hússins kostar 38 danskar krónur.

NÝJAR GREINAR: Skrúðgarður á gömlum lestarteinum
TENGDAR GREINAR: Vegvísir, Kaupmannahöfn
TILBOÐ:
10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Túristi