Hér er besta flugfélag í heimi

Óskarsverðlaun ferðageirans voru afhent í London í gær. Ríkisflugfélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna getur næsta árið státað af titlinum besta flugfélag í heimi. 

Fagfólk í ferðaþjónustunni verðlaunar á hverju ári þau fyrirtæki sem þykja standa sig best innan geirans. Í gær voru sigurvegarar ársins krýndir í öllum þúsund flokkunum sem kosið er í við World Travel Awards.

Eins og gefur að skilja þykir mest um vert að vera bestur í einhverju á heimsvísu og því fögnuðu forsvarsvmenn flugfélagsins Etihad Airways ógurlega þegar tilkynnt var um hvaða flugfélag væri best í heimi. Fyrsta farrýmið hjá Etihad þótti jafnframt skara fram úr.

Besta evrópska flugfélagið er hins vegar hið hollenska KLM og bandaríska félagið Frontier varð hlutskarpast í flokki lággjaldaflugfélaga.

NÝJAR GREINAR: Á 240 kílómetra hraða í rússíbana
TILBOÐ: Gistiheimili og hótelíbúðir í London frá 99 pundum

Mynd: Etihad

 

Bookmark and Share