Margfalt ódýrari hressing á Kastrup

Frést hefur af íslenskum ferðamönnum sem hafa neitað sér um mat og drykk á Kastrupflugvelli vegna verðlagsins. Með tilkomu Tigerverslunar í flugstöðinni má seðja þar hungrið með ódýru vatni og íslensku nammi.

Það bregður mörgum í brún þegar borga þarf tuttugu danskar krónur fyrir vatnsflösku á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Sérstaklega þeim sem keypt hafa sömu flösku fyrir þriðjungi minna á Strikinu. Sem betur fer er ekki lengur ástæða til að kyngja þessari háu álagningu sjoppueigenda á Kastrup því í nýrri verslun Tiger á flugvellinum kostar vatnið aðeins sjö danskar og gosið tíu. Það borgar sig því að leita uppi búðina sem er í námunda við B-álmuna, þar sem hlið íslensku flugfélaganna eru.

Þeir sem eru með heimþrá geta svo keypt íslenskt nammi í Tigerbúðinni.

TENGDAR GREINAR: Ódýrasta leiðin til og frá tíu flugvöllum
NÝJAR GREINAR: Hér er besta flugfélag í heimi
TILBOÐ: 10% afsláttur á ódýrt hótel í Kaupmannahöfn

Mynd: Túristi

 

 

Bookmark and Share