Meistarakokkur helgar sig pinnamat

Einn rómaðasti matreiðslumaður í heimi ætlar að opna tapas veitingastað í Barcelona þegar hann lokar þriggja stjörnu Michelin-staðnum sínum.

Hvert sæti hefur verið skipað á spænska veitingastaðnum El Bulli síðustu ár. Þar borga sælkerar vænan skilding fyrir að bragða á tilraunakenndum réttum sem þykja það góðir að El Bulli hefur margsinnis verið valinn besti veitingastaður í heimi. Og er í hópi þeirra örfáu matsölustaða sem hlotið hafa þrjár stjörnur í Michelin ferðabókunum.

Þrátt fyrir verðlaunin og vinsældirnar og þá tilkynnti Ferran Adriá, eigandi staðarins og yfirmatreiðslumaður, í byrjun árs að nú væri nóg komið og að hann myndi skella í lás sumarið 2011. Hann lét ekkert uppi um framtíðaráform sín fyrr en núna á dögunum þegar hann sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hann ætli að opna tapasbar í Barcelona í byrjun næsta árs. Staðurinn hefur fengið nafnið Tickets og ef Adriá verður sjálfum sér líkur þá mun pinnamaturinn sem þar verður á borð borinn verða ólíkur því sem hingað til hefur þekkst á Spáni. Og líka dýrari.

TENGDAR GREINAR: Smáréttasvall að hætti BaskaMatur og drykkur í Barcelona
TILBOÐ: Gistiheimili og íbúðarhótel í London

Mynd: Wikicommons