Reisa sleðabrekku í Kaupmannahöfn

Gestir Tívolí í Kaupmannahöfn geta rennt sér á snjóþotum niður 45 metra langa manngerða brekku á aðventunni.

Þær eru ekki margar brekkurnar í flatneskjunni á Kaupmannahafnarsvæðinu. En í næstu viku bætist ein við þegar opnuð verður sleðabrekka miðjum Tívolí garðinum. Með þessari nýjung vonast forsvarsmenn skemmtigarðsins vinsæla til að lokka til sín ungviðið enda gefst ekki oft færi á því að renna sér á snjóþotu í borginni.

Salíbunan í nýju brekkunni kostar 25 danskar krónur og aðeins má renna sér á þar til gerðum snjóþotum.

Jólamarkaður Tívolí verður opnaður þann 12. nóvember og er opinn til 30. desember.

NÝJAR GREINAR: Netsamband í þriðju hverri farþegavélEasyjet fær eigin flugstöð
TENGDAR GREINAR: Ódýr hótel í Kaupmannahöfn
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótel í Kaupmannahöfn

Mynd: Tívolí