Þeir flugvellir sem hafa líkamsskanna

Hinum umdeildu líkamsskönnum er nú verið að koma fyrir á flugvöllum víða um heim. Hér er listi yfir þær flugstöðvar þar sem notast er við þetta nýja öryggistæki.

Það verður enginn neyddur til að ganga í gegnum hina umdeildu líkamsskanna sem geta kallað fram nektarmyndir af farþegunum. En þeir sem neita verða þá að gangast undir líkamsleit sem þykir vera mjög nærgöngul. Af tvennu illu er skanninn því skárri kostur, fyrir þá sem eru svo óheppnir að vera valdir út úr hópi farþega í öryggisleitinni.

Hér er listinn yfir þá flugvelli, sem flogið er beint til frá Íslandi, þar sem líkamsskanna er að finna.

 

  • Amsterdam-Schiphol Airport
  • London-Heathrow
  • Manchester Airport
  • New York – John F. Kennedy International Airport
  • New York – Newark Liberty International Airport
  • Paris-Charles de Gaulle
  • Vancouver International
  • Minneapolis/St.Paul International Airport
  • Seattle-Tacoma International Airport

Samkvæmt heimasíðu Berlingske Tidende mun Kaupmannahafnarflugvöllur setja upp nokkra skanna í byrjun næsta árs.

NÝJAR GREINAR: Glögg í borg
TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar
TILBOÐ: Ódýrt hótel í New York

Mynd: Transportation Security Administration (TSA)