Verður dýrasta hótelið í New York

Bookmark and Share

Í seilingarfjarlægð frá Carnegie Hall tónleikastaðnum opnar dýrasta hótel New York borgar.

Ríkisbubbarnir fá nýjan samastað á Manhattan þegar hæsta íbúðarbygging í N-Ameríku verður tekin í notkun við fimmtugasta og sjöunda stræti í New York. Þar munu þeir sem vita ekki aura sinna tal geta bókað sig inn á eitt fínasta hótel borgarinnar eða keypt sér rándýra íbúð með gott útsýni yfir Central Park.

Það er hótelkeðjan Park Hyatt sem stendur fyrir þessum tvöhundruð og tíu herbergja gististað sem opnar á þarnæsta ári. Og samkvæmt frétt hins danska Berlingske verður hótelið það dýrasta í New York því kostnaður við framkvæmdirnar nemur um 200 milljónum íslenskra króna á hvert herbergi.

Háhýsið stendur við hin víðfræga tónleikastað Carnegie Hall þar sem margar af stærstu stjörnunum í poppi, jazzi og klassík hafa troðið upp, meðal annars Björk og Sigur Rós.

NÝJAR GREINAR: Skrúðgarður á gömlum lestarteinum
TENGDAR GREINAR: Einföld gisting í flottum umbúðum – New York