Barnlaus hótel vinsæl

Bookmark and Share

Það sækjast fáir í að deila sætisröð í flugvél með barnafjölskyldu og nú vilja sífellt fleiri ferðamenn gista á hótelum þar sem börn eru ekki velkomin.

Það er ekki að ástæðulausu að danskar ferðaskrifstofur keppast við að auka framboðið á hótelum þar sem gestirnir mega ekki vera yngri en sextán ára. Herbergin á þessi hótel hafa nefnilega selst hratt upp í vetur og stærstu ferðaskrifstofunnar lofa því að framboðið verði meira á næsta ári.

Áhugi ferðaskrifstofanna á þessu hópi viðskiptavina er skiljanlegur enda eru þessi hótel alla jafna með þeim dýrustu sem í boði eru á sólarstöðum eins og Kanarí, Grikklandi, Tyrklandi og Tælandi.

Hér á landi býður ferðaskrifstofan Vita upp á hótel sem eingöngu er ætluð fullorðnum, bæði í Bodrum í Tyrklandi og Tenerife á Kanarí. Samkvæmt upplýsingunum þar á bæ hefur eftirspurnin eftir þessum valmöguleika ekki verið mikil meðal íslenskra ferðamanna.

NÝJAR GREINAR: Íslendingar á heimavelli í útlöndum
TILBOÐ: Ódýrt hótel í Soho, New York