Fyrsti flugvöllurinn með frítt internet

Farþegar á Schiphol flugvelli í Amsterdam geta farið á netið í klukkutíma án þess að greiða fyrir það. Víða annars staðar kostar tengingin vænar summur.

Það kostar sitt að kaupa sér aðgang að internetinu á flugstöðvum heimsins. Í Kaupmannahöfn kostar klukkutíminn til dæmis nærri því 1600 íslenskar og sömu sögu er að segja um flugvellina í London.

Í síðustu viku hættu hins vegar forsvarsmenn Schiphol flugvallar í Amsterdam að rukka farþega fyrir fyrsta klukkutímann á netinu. Samkvæmt frétt Aftenposten í Noregi er hollenski flugvöllurinn sá fyrsti í Evrópu til að bjóða frítt net.

NÝJAR GREINAR: Tíu áhugaverðustu ferðamannalöndin 2011
TENGDAR GREINAR: Netsamband í þriðju hverji farþegavél
TILBOÐ: Rómantísk helgi í KaupmannahöfnÓdýrt hótel í New York