Hákarlar fæla túrista frá

Árásargjarnir hákarlar undan ströndum Egyptalands hafa dregið verulega úr áhuga fólks á sólarlandarferðum þangað
Eins og gefur að skilja eru fáir sem vilja svamla í sjó þar sem hákarlar hafa nýlokið við að bíta baðgesti og jafnvel drepa. Og reyndar er það svo að yfirvöld í Egyptalandi hafa tímabundið bannað fólki að fara í sjóinn við strendur Sharm el-Sheikh, bæjarins þar sem slysin hafa átt sér stað.

Eftirspurnin eftir sólarlandarferðum til þessa vinsæla baðstaðar hefur því dregist verulega saman samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla.

Á hverju ári dvelja þrjár til fjórar milljónir ferðamanna í Sharm el-Sheikh og það eru því miklir hagsmunir í húfi fyrir yfirvöld að ráða bót á vandanum. Hákarlasérfræðingar alls staðar að hafa því verið kallaðir til svæðisins til aðstoða við leit að skepnunum.

NÝJAR GREINAR: Flestir setja stefnuna á KaupmannahöfnÍslendingar á heimavelli í Kaupmannahöfn
TILBOÐ: Ódýrt hótel í New York