Samfélagsmiðlar

Í landi danskra rússíbana

Það er aðeins í útlöndum sem við Íslendingar getum svalað þörfinni fyrir rússíbanareið. Á Jótlandi er nokkur þannig frambærileg tívolítæki að finna.

Eitt af markmiðum flestra í sumarfríinu er að gleyma öllu amstrinu heima fyrir. Fáar leiðir eru jafn árangursríkar til að ná þessu marki eins og að setjast uppí rússíbana. Enda ómögulegt annað en að einbeita sér að núinu þegar maður þeysist hátt upp í loft, í hringi og jafnvel afturábak. Þeir sem hyggja á ferðalag til Danmerkur í sumar og vilja vera öruggir um að ná að kúpla sig út í smástund ættu að gefa Jótlandi auga enda er úrvalið af hraðskreiðum tívolítækjum gott á þeim slóðum.

Sá fimmti besti í heimi

Það kann að skjóta skökku við að í litlum bæ á austurhluta Jótlands, nánar tiltekið Djursland, sé að finna rússíbana sem kjörinn hefur verið sá fimmti besti í heimi. Tækið, sem gengur undir nafninu Piraten, kostaði rúman milljarð íslenskra króna og er það stærsta og hraðskreiðasta sinnar tegundar í Danmörku. Þessi stóra fjárfesting hefur greinilega borgað sig því í sumar ætla þeir í Djursland að taka í gagnið vatnsrússíbana sem mun verða sá stærsti í Evrópu.

Í skógi einum norðan við Álaborg stendur hraðskreiðasti trérússibani landsins. Fårup garðurinn ætti því að vera heimsóknarinnar virði.

Leikið með kubba

Merki Legó er haldið hátt á lofti í bænum Billund eins og sést best í hinum vinsæla skemmtigarði sem kenndur er við kubbaframleiðandann. Fyrir utan hefðbundin tívolítæki er þar að finna verk fólks sem náð hefur mikilli færni í byggja úr Legókubbum. Sá hluti garðsins gefur honum sérstakan sjarma og gerir rússíbanareið ekki eins aðkallandi. Í Lalandia garðinum, sem er í næsta nágrenni við Lególand, er hægt að renna sér niður í mót á sundfötunum einum fata. Sem er ekki síðri leið til að gleyma öllu stressinu heima. 

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Íslendingar á heimavelli á JótlandiKofasæla á Jótlandi
TILBOÐ: Ódýrt hótel í Kaupmannahöfn

Mynd: Visit Danmark / Mads Armgaard

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …