Samfélagsmiðlar

Í landi danskra rússíbana

Það er aðeins í útlöndum sem við Íslendingar getum svalað þörfinni fyrir rússíbanareið. Á Jótlandi er nokkur þannig frambærileg tívolítæki að finna.

Eitt af markmiðum flestra í sumarfríinu er að gleyma öllu amstrinu heima fyrir. Fáar leiðir eru jafn árangursríkar til að ná þessu marki eins og að setjast uppí rússíbana. Enda ómögulegt annað en að einbeita sér að núinu þegar maður þeysist hátt upp í loft, í hringi og jafnvel afturábak. Þeir sem hyggja á ferðalag til Danmerkur í sumar og vilja vera öruggir um að ná að kúpla sig út í smástund ættu að gefa Jótlandi auga enda er úrvalið af hraðskreiðum tívolítækjum gott á þeim slóðum.

Sá fimmti besti í heimi

Það kann að skjóta skökku við að í litlum bæ á austurhluta Jótlands, nánar tiltekið Djursland, sé að finna rússíbana sem kjörinn hefur verið sá fimmti besti í heimi. Tækið, sem gengur undir nafninu Piraten, kostaði rúman milljarð íslenskra króna og er það stærsta og hraðskreiðasta sinnar tegundar í Danmörku. Þessi stóra fjárfesting hefur greinilega borgað sig því í sumar ætla þeir í Djursland að taka í gagnið vatnsrússíbana sem mun verða sá stærsti í Evrópu.

Í skógi einum norðan við Álaborg stendur hraðskreiðasti trérússibani landsins. Fårup garðurinn ætti því að vera heimsóknarinnar virði.

Leikið með kubba

Merki Legó er haldið hátt á lofti í bænum Billund eins og sést best í hinum vinsæla skemmtigarði sem kenndur er við kubbaframleiðandann. Fyrir utan hefðbundin tívolítæki er þar að finna verk fólks sem náð hefur mikilli færni í byggja úr Legókubbum. Sá hluti garðsins gefur honum sérstakan sjarma og gerir rússíbanareið ekki eins aðkallandi. Í Lalandia garðinum, sem er í næsta nágrenni við Lególand, er hægt að renna sér niður í mót á sundfötunum einum fata. Sem er ekki síðri leið til að gleyma öllu stressinu heima. 

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Íslendingar á heimavelli á JótlandiKofasæla á Jótlandi
TILBOÐ: Ódýrt hótel í Kaupmannahöfn

Mynd: Visit Danmark / Mads Armgaard

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …