Ísland í mestum metum

Bookmark and Share

Af þeim ferðamannastöðum í Evrópu sem flokka má sem ævintýralega þá þykir Ísland mest spennandi að mati lesenda The Times.

Askan úr Eyjafjallajökli hefur síður en svo dregið úr áhuga Breta á Íslandi ef marka má lesendur eins útbreiddasta dagblaðsins þar í landi. Þeir telja nefnilega að ekkert land í Evrópu jafnist á við Ísland þegar kemur að ævintýralegum áfangastöðum.

Göngur bakvið fossa, hverasvæðin, suðurströndin og Bláa lónið, í snjókomu, eru meðal þeirra hápunkta sem lesendurnir taka til. Það er líka ótvíræður kostur, að þeirra mati, að nú fæst mun meira fyrir breska pundið hér á landi en áður.

Í öðru og þriðja sæti á listanum yfir bestu ævintýralegu staðina eru svissnesku og ítölsku Alparnir.

NÝJAR GREINAR: Íslendingar á heimavelli á Jótlandi
TILBOÐ: Ódýrt hótel í New York