Samfélagsmiðlar

Íslendingar á heimavelli á Jótlandi

Íslendingar verða sennilega áberandi á pöllunum þegar ungmennalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í Evrópumótinu á Jótlandi í sumar.

Hvergi erum við Íslendingar jafn fjölmennir í útlöndum eins og í Danmörku, eða 9095 talsins samkvæmt síðustu talningu þar í landi. Í þessum stóra hópi leynist án efa áhugafólk um fótbolta sem hugsar sér gott til glóðarinnar í sumar þegar Evrópumót landsliða, skipuð ungum mönnum, fer fram á Jótlandi. Og vegna þess hversu góðar flugsamgöngur eru til þessa eina fastalands Dana má reikna með að héðan streymi fólk sem ætlar ekki að láta sjaldgæft tækifæri, til að fylgjast með íslensku knattspyrnulandsliði í úrslitakeppni, framhjá sér fara.

Íslensku fótboltadrengirnir ættu því að fá góðan stuðning í keppninni sem hefst 11. júní. Túristi ætlar af þessum sökum að fókusa á ferðamannastaðinn Jótland næstu misseri enda er af nógu að taka.

LESA LÍKA: Kofasæla á Jótlandi  

Þangað sem danskar fjölskyldur fjölmenna

Byrjunarreitur margra íslenskra ferðamanna á Jótlandi er Billund flugvöllur, en þangað fljúga bæði íslensku flugfélögin í sumar. Þar í nágrenninu eru þrír af vinsælustu skemmtigörðunum í Danmörku, Lególand, Lalandia vatnsrennibrautagarðurinn og Givskud dýragarðurinn. Þangað fjölmenna danskar fjölskyldur á sumrin, sérstaklega til Lególands enda er Legóið eitt af þjóðarstoltum Dana. Heimsókn í skemmtigarðinn er því öllum dönskum börnum nauðsynleg.

Strendurnar á Vesturjótlandi eru líka rómaðar, til dæmis Hvide Sande sem var valinn besta baðströnd landsins síðasta sumar og á svæðinu þar í kring er urmull af sumarhúsum sem ferðamenn geta leigt fyrir brota brot af því sem hótelherbergi, á þessum slóðum, kostar.

Borgirnar í norðurhlutanum

Frá Billund er auðvelt að komast til Álaborgar og Árósa þar sem Íslendingar spila leiki sína í riðlakeppninni. Með lest og strætó er til dæmis hægt að komast beint frá flugvellinum og inn í miðborg Árósa á tveimur tímum. En fyrsti leikur Íslands, gegn Hvítrússum, fer þar fram 11.júní.

Borgirnar eru báðar skemmtilegar heim að sækja og þar er hægt að gera sér glaðan dag án þess að kosta of miklu til, sérstaklega ef veðrið er gott og grænu svæði borganna iða af spennandi mannlífi. 

Það er því fullt tilefni til að gera Jótlandi góð skil í sumar á milli þess sem stutt er við bakið á íslenska landsliðinu.

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:

 

 

Myndir: Myndasafn KSÍ og Visit Danmark

 

TILBOÐ: Ódýr hótel í Soho, New York

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …