Samfélagsmiðlar

Íslendingar á heimavelli á Jótlandi

Íslendingar verða sennilega áberandi á pöllunum þegar ungmennalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í Evrópumótinu á Jótlandi í sumar.

Hvergi erum við Íslendingar jafn fjölmennir í útlöndum eins og í Danmörku, eða 9095 talsins samkvæmt síðustu talningu þar í landi. Í þessum stóra hópi leynist án efa áhugafólk um fótbolta sem hugsar sér gott til glóðarinnar í sumar þegar Evrópumót landsliða, skipuð ungum mönnum, fer fram á Jótlandi. Og vegna þess hversu góðar flugsamgöngur eru til þessa eina fastalands Dana má reikna með að héðan streymi fólk sem ætlar ekki að láta sjaldgæft tækifæri, til að fylgjast með íslensku knattspyrnulandsliði í úrslitakeppni, framhjá sér fara.

Íslensku fótboltadrengirnir ættu því að fá góðan stuðning í keppninni sem hefst 11. júní. Túristi ætlar af þessum sökum að fókusa á ferðamannastaðinn Jótland næstu misseri enda er af nógu að taka.

LESA LÍKA: Kofasæla á Jótlandi  

Þangað sem danskar fjölskyldur fjölmenna

Byrjunarreitur margra íslenskra ferðamanna á Jótlandi er Billund flugvöllur, en þangað fljúga bæði íslensku flugfélögin í sumar. Þar í nágrenninu eru þrír af vinsælustu skemmtigörðunum í Danmörku, Lególand, Lalandia vatnsrennibrautagarðurinn og Givskud dýragarðurinn. Þangað fjölmenna danskar fjölskyldur á sumrin, sérstaklega til Lególands enda er Legóið eitt af þjóðarstoltum Dana. Heimsókn í skemmtigarðinn er því öllum dönskum börnum nauðsynleg.

Strendurnar á Vesturjótlandi eru líka rómaðar, til dæmis Hvide Sande sem var valinn besta baðströnd landsins síðasta sumar og á svæðinu þar í kring er urmull af sumarhúsum sem ferðamenn geta leigt fyrir brota brot af því sem hótelherbergi, á þessum slóðum, kostar.

Borgirnar í norðurhlutanum

Frá Billund er auðvelt að komast til Álaborgar og Árósa þar sem Íslendingar spila leiki sína í riðlakeppninni. Með lest og strætó er til dæmis hægt að komast beint frá flugvellinum og inn í miðborg Árósa á tveimur tímum. En fyrsti leikur Íslands, gegn Hvítrússum, fer þar fram 11.júní.

Borgirnar eru báðar skemmtilegar heim að sækja og þar er hægt að gera sér glaðan dag án þess að kosta of miklu til, sérstaklega ef veðrið er gott og grænu svæði borganna iða af spennandi mannlífi. 

Það er því fullt tilefni til að gera Jótlandi góð skil í sumar á milli þess sem stutt er við bakið á íslenska landsliðinu.

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:

 

 

Myndir: Myndasafn KSÍ og Visit Danmark

 

TILBOÐ: Ódýr hótel í Soho, New York

Nýtt efni

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …